26.06.2018 18:59:35 CET

N1 hf: Vegna kaupa N1 hf. á Festi hf.

N1 hefur lagt fram tillögur að sátt eftir viðræður við Samkeppniseftirlitið. Enn er nokkuð eftir af rannsókn Samkeppniseftirlitsins.

Vísað er til fyrri tilkynninga vegna kaupa N1 hf. á öllu hlutafé í Festi hf. Svo sem þar kom fram hefur N1 tilkynnt um kaup félagsins á Festi til Samkeppniseftirlitsins ásamt því sem félagið hefur mótað tillögu að sátt sem félagið er tilbúið til að undirgangast. Er tillagan mótuð eftir samskipti N1 við Samkeppniseftirlitið og er henni ætlað að eyða meintum samkeppnishindrunum vegna samrunans.

Vonir N1 stóðu til þess að ný rannsókn Samkeppniseftirlitsins myndi ganga hratt fyrir sig og að niðurstaða myndi liggja fyrir fyrir lok 2. ársfjórðungs. Fyrirséð er að þær vonir muni ekki ganga eftir en Samkeppniseftirlitið hefur tillögur N1 að sátt enn til rannsóknar og ófyrirséð hvenær henni ljúki. Vegna tímafresta í kaupsamning N1 um kaupin á Festi kann að þurfa að koma til breytinga á kaupsamningnum áður en rannsókn Samkeppniseftirlitsins lýkur.  

Tillögur N1 að sátt lúta meðal annars að því að félagið selji frá sér tilteknar eignir, þ. á. m. tilteknar eldsneytisafgreiðslustöðvar, auk þess sem félagið býðst til þess að skuldbinda sig til þess að veita aðgengi að eldsneyti í heildsölu og birgðarými eldsneytis svo og til þess að bregðast við eignatengslum keppinauta á eldsneytismarkaði.

Nánari upplýsingar veita Eggert Kristófersson, forstjóri, (eggert@n1.is) og Pétur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, (petur@n1.is).