20.09.2018 16:02:59 CET

N1 hf: Vegna stjórnarkjörs í N1 hf.

Stjórn N1 hf. vísar til áður boðaðs hluthafafundar sem haldinn verður þriðjudaginn 25. september 2018 klukkan 10:00 á aðalskrifstofu félagsins að Dalvegi 10-14, Kópavogi.

Framboðsfrestur til stjórnar félagsins er nú útrunnin. Hafa borist sex framboð og er það mat stjórnar að allir frambjóðendur hafi lagt fram þær upplýsingar sem lög og samþykktir áskilja. Framlagðar upplýsingar um menntun og starfsreynslu frambjóðendur og um hagsmunatengsl við stærstu hluthafa svo og helstu viðskiptamenn og keppinauta  verða birtar eigi síðar enn 24. september nk.  

Nánar til tekið hafa eftirfarandi boðið sig fram til stjórnar N1:

Björgólfur Jóhannsson, kt. 280855-3409

Guðjón Karl Reynisson, kt. 131163-3209

Helga Hlín Hákonardóttir, kt. 180472-3719

Kristín Guðmundsdóttir, kt. 270853-7149

Margrét Guðmundsdóttir, kt. 160154-2419

Þórður Már Jóhannesson, kt. 080773-5529

Samkvæmt samþykktum N1 skal hlutfall hvors kyns í stjórn félagsins vera að lágmarki 40%.

Framkomin framboð eru ekki í andstöðu við sátt N1 við Samkeppniseftirlitið samkvæmt þeim upplýsingum sem fylgja framboðunum.

Samkvæmt samþykktum N1 eiga hluthafar rétt á að krefjast hlutfallskosningar eða margfeldiskosningar við stjórnarkjör í tvo sólarhringa frá því að stjórn kunngerir niðurstöður framboða til stjórnar, ef ekki er sjálfkjörið. Frestur til að krefjast margfeldiskosningar rennur því út kl. 12.00 á hádegi laugardaginn 22. september 2018 og geta hluthafar sem hafa að baki sér 10% krafist slíkrar kosningar.

Loks leggur stjórn N1 til að Sigrún Ragna Ólafsdóttir, kt. 180863-3629 og Tryggvi Pálsson, kt.  280249-3439 verði fulltrúar í tilnefningarnefnd N1 verði reglur um störf tilnefningarnefndar samþykktar á fundinum og hluthafafundur geri ekki athugasemdir við tilnefningu fulltrúanna.