25.09.2018 16:05:16 CET

N1 hf: Niðurstöður hluthafafundar Festi hf. (N1 hf.) 25. september 2018

Hluthafafundur Festi hf. (áður N1 hf.) var haldinn þann 25. september 2018 klukkan 10:00 í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi 10-14, Kópavogi. Á fundinum voru eftirfarandi tillögur samþykktar, auk þess sem ný stjórn var kjörin:

  1. Ný samkeppnisstefna fyrir félagið var samþykkt, sbr. 25. gr. sáttar N1 við Samkeppniseftirlitið, dags. 30. júlí 2018.
  2. Endurskoðuð starfskjarastefna fyrir félagið var samþykkt.
  3. Samþykkt var tillaga stjórnar að reglum um tilnefninganefnd í starfsreglum stjórnar. Jafnframt var samþykkt að Sigrún Ragna Ólafsdóttir og Tryggvi Pálsson skipi tilnefningarnefnd félagsins. Í kjölfar hluthafafundar mun stjórn skipa þriðja nefndarmanninn úr sínum röðum.
  4. Samþykkt var að breyta nafni N1 hf. í Festi hf.
  5. Í stjórn félagsins voru kjörin eftirtalin:

                         
Á stjórnarfundi sem haldinn var í kjölfar fundarins var Margrét Guðmundsdóttir endurkjörinn sem formaður stjórnar og Þórður Már Jóhannesson kjörinn sem varaformaður stjórnar.